<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, August 17, 2010

Hættur 

Reyklaus í einn sólarhring. Búinn að halda að þetta verði ekkert mál en töluvert er það samt. Ætla að nota þetta blogg til þess að herða mig í baráttunni við nikótínið.

Eftir að vera búinn að segja mér sjálfum í næstum 3 ár að það sé ekkert mál að hætta, maður þurfi í raun bara að taka ákvörðun og hætta.

Ekki reyna, ætla bráðum, heldur hætta. Þá er þetta ekkert mál. Engar hækjur og hjálpargögn.


 

Maður reykir einfaldlega ekki.


 

En boy o boy. Þrátt fyrir mikla speki hef ég samt reykt og greinilega ekki tilbúinn til þess að hætta allveg.

Haft fullt af afsökunum.

Gréta ekki að taka þátt og svindlaði.

Partý eftir 3 daga, tekur ekki að hætta núna þar sem ég fell örugglega þá.

Of margt á döfinni.

Það er svo gott að geta fengið sér sígó í golfinu.

Slímið í lungunum er afleiðinga slæms kvefs síðan í haust (reyndar kominn ágúst!)

Það fá aðrir krabbamein.

Og svo framvegis.


 

En núna er ég hættur - Ætla mér að vera hættur - Nei takk ég reyki ekki.

Og með öllum aðferðum sem til eru.

Nikótínlyf, samtalsmeðferðir, upplýsing, umbun, snúran og hvað þetta nú allt heitir.

Allt skal notað til þess að halda þetta út.

Núna er liðinn sólarhringur og þetta er búið að ganga bærilega.

Ekki mikil löngun en ég notaði plástur og rafrettuna með. Hef smá áhyggjur af því að festast í rafrettunni, er í raun að reykja þrátt fyrir að það sé ekki nikótín í því. En +eg tek á því þegar nikótínið er farið úr líkamanum.

1 dagur búinn – Einn dagur í einu o.s.fr.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?